Menntun fyrir alla - sterkari háskólar

Menntun fyrir alla - sterkari háskólar

Tryggja þarf að framlög á hvern háskólanema nái sem fyrst meðaltali OECD og í kjölfarið verði þau hækkuð þannig að Ísland standi jafnfætis öðrum Norðurlöndum í takt við samþykkta stefnu Vísinda- og tækniráðs.

Points

Íslenskir háskólar fá nú um helmingi lægri framlög á hvern háskólanema en háskólar á Norðurlöndunum og eru framlög í íslensku háskólakerfi lægri en þau voru fyrir áratug. Háskólarnir eru undirstaða þekkingarsköpunar og þekkingarmiðlunar í samfélaginu. Aðgengi að háskólamenntun dregur úr misskiptingu og fjölbreytt atvinnulíf byggist á góðri menntun, nýsköpun og rannsóknum. Þannig eru háskólarnir undirstöðustofnanir í að styrkja innviði íslensks samfélags.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information