Menntun fyrir alla - sterkur grunnskóli

Menntun fyrir alla - sterkur grunnskóli

Grunnskólinn er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Standa þarf vörð um fjölbreytta og öfluga opinbera grunnskóla þar sem kennarar, nemendur og fjölskyldur vinna saman að alhliða menntun og þroska barna og ungmenna.

Points

Menntun barna á að vera gjaldfrjáls að öllu leyti og ekki gera upp á milli barna eftir efnahag eða aldri. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill setja menntamál í forgang í sveitastjórnarkosningum í vor, þ.á.m. að námsgögn verði frí fyrir börn um land allt sem og skólamáltíðir. Leggja þarf ríka áherslu á skólabókasöfnin og að safnakosturinn sé fjölbreyttur og styðji við áhugasvið og nám barna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information