Um lífrænan landbúnað og eflingu ylræktar

Um lífrænan landbúnað og eflingu ylræktar

VG telur mikilvægt að bæta verulega ívilnanir miðaðar að því að stórefla lífræna ylræktun á Íslandi. Æskilegt er að við nýtum þá orku sem við búum yfir, bæði jarðhita og raforku, fyrir ylræktun og almennt sjálfbærari landbúnað. Auka þarf vitund um tengsl framleiðslukerfa matvæla og þau áhrif sem þau hafa á umhverfi sitt, þar með talin hlýnunaráhrif. Þá er mikilvægt að auka framleiðslu og neyslu á innlendu grænmeti og draga úr innflutningi á kjöti, sem hefur stórt kolefnisfótspor.

Points

Efling ylræktunar er ekki einungis mikilvæg fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar, heldur myndi hún bæta gæði afurða og minnka verulega þá mengun sem innflutningur vara til Íslands felur í sér. Rannsóknir sýna að lífræn ræktun ekki aðeins verndar heldur eykur jarðvegsmyndun og bindingu kolefnis. Því eru lífræn framleiðslukerfi forsenda sjálfbærrar matvælaframleiðslu framtíðarinnar. Íslensk sauðfjárrækt á vel grónu landi er eitt slíkt kerfi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information