Styrking tekjugrunns ríkissjóðs

Styrking tekjugrunns ríkissjóðs

Við viljum styrkja tekjugrunn ríkissjóðs með því að afla nýrra eigna- og skattatekna upp á ríflega 50 milljarða. Rúmur helmingur af því eru eignatekjur, þar á meðal auknar arðgreiðslur úr ríkisbönkunum og Landsvirkjun sem hægt væri að nýta í niðurgreiðslu skulda og eins skiptis aðgerðir. Við teljum að hægt sé að beita sér mun betur gegn skattaundanskotum og skattsvikum sem áætlað hefur verið að nemi tugum milljarða.

Points

Skattar eru nýttir til að greiða fyrir þá þjónustu á ýmsum sviðum, sem samfélagið vill tryggja öllum borgurum. Skattar eru því það gjald sem greiða þarf fyrir að lifa í siðuðu samfélagi og það hvernig skattkerfið er byggt upp ræður því hvernig þetta endurgjald dreifist á borgarana. Markmið okkar Vinstri-grænna er að tryggja að það verði gert með sem sanngjörnustum hætti þannig að þau sem mest hafa á milli handanna leggi meira af mörkum en þau sem minnst hafa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information