Engin verðtrygging á nýjum neytenda- og íbúðalánum

Engin verðtrygging á nýjum neytenda- og íbúðalánum

Framsókn vill að ný verðtryggð lán verði óheimil svo heimilum bjóðist hagstæðir óverðtryggðir vextir og skapa hvata og stuðning við heimili til að breyta verðtryggðum lánum í óverðtryggð. Verð á húsnæði hefur að jafnaði hækkað meira en verð á öðrum vörum og þjónustu og skekkir vísitölu neysluverðs. Afleiðingin er að verðtryggðar skuldir heimilanna hafa hækkað um tugi milljarða undanfarin ár.

Points

Verðtrygging lána er ekki undirrót þess vanda að vaxtakjör á Íslandi eru of há. Hægt er að taka óverðtryggð lán í dag en það hafa fæstir ráð á því vegna himinhárra vaxta.

Undirrót vandans er í raun sá að peningar eru ávaxtaðir, þe bera vexti. Meirihluti peninga í umferð eru búnir til af bönkum í formi skulda, þe fyrir hverja krónu sem bankinn býr til er skuld á móti. Bankar hafa einkarétt á þessu og er þetta verndað með lögum. Vandamálið er að neytendur þurfa að greiða vexti af láninu, en þeir peningar eru ekki til í kerfinu. Við þurfum því að hrifsa frá öðrum til að geta greitt okkar vexti.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information