Mér finnst alveg fráleitt að vera að troða húsum á opna svæðið við sjóinn (í kringum Fjörðinn). Frekar að leyfa þessu að vera opið og gera göngu og hjólafólki auðveldara fyrir vikið að fara um Hafnafjörð. Láta fallega staði í hafnarfirði vera fallega en ekki breyta þeim í húsasund.
Vill ekki missa að hafa opið útá haf og missa útsýni í dag er svæðið opið og fallegt ekki vera að troða bygggingum við sjávarkantinn
Það er miklu fallegra að hafa gott útsýni frá verslunarmiðstöðinni heldur en að byggja einhver hús þar fyrir framan. Ég vil líka halda öllum bílastæðum fyrir framan verslunarmiðstöðina. Það verður að hafa það í huga að það eru ekki allir sem vilja fara í bílastæðahús og jafnvel eiga erfitt með að labba langar leiðir en vilja samt geta keyrt inn í miðbæ og lagt bílnum. Ekki nóg af bílastæðum við Strandgötu.
Ég flutti í Hafnarfjörðinn nýlega enda fallegur bær með höfn, sjór og mikil fegurð og unun að sjá bryggju og eldri byggðina og forréttindi að aka framhjá eða ganga við sjávarsíðuna. Að vilja eyðileggja bæinn með því að loka fyrir opið svæði við sjóinn og í staðinn drita niður kassahúsum er arfaslæm hugmynd að mínu mati. Óþarfi að feta í fótspor Reykjavíkur með ljótleika. Bæjarbragur og fegurð Hafnarfjarðar hverfur gjörsamlega og þá missir Hafnarfjörður aðdráttarafl sitt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation